Hafa samband

Code.org

Code.org® er félagsskapur rekinn án hagnaðarsjónarmiða sem er helgaður því að auka aðgengi að tölvunarfræði í skólum og að auka þátttöku kvenna og minnihlutahópa. Sýn okkar er að sérhver nemandi í sérhverjum skóla hafi tækifæri til að læra tölvunarfræði, á sama hátt og líffræði, efnafræði og algebru. Við leggjum til það námsefni sem er notað hvað víðast til að kenna tölvunarfræði í grunn- og framhaldsskólum og skipuleggjum einnig hið árlega átak Klukkustund kóðunar (Hour of Code) sem 10% allra nemenda í heiminum hafa tekið þátt í. Code.org er stutt af örlátum stuðningsaðilum, þar á meðal Amazon, Facebook, Google, Infosys Foundation, Microsoft og mörgum öðrum.

Smelltu hér til að heimsækja Code.org

Hérna er kynningarmyndband sem stofnendur Code.org gerðu þegar þeir hófu verkefnið árið 2013. Þarna má sjá stór nöfn í tölvuiðnaðnum eins og Bill Gates (Microsoft) og Mark Zuckerberg (Facebook) yfir í íþrótta og tónlistarfólk eins og Chris Bosh (NBA) og Will.I.Am (The Black Eyed Peas).