Hafa samband

Velkomin í #menntaborg

Borgarhólsskóla.

#menntaborg Borgarhólsskóla er frír gagnabanki fyrir alla sem vilja.
Síðunni er ætlað að vera gagnabanki fyrir nemendur, kennara, foreldra og forráðamenn með nám eða einfaldlega hugmyndir að gæðastundum.
Í þessum gagnabanka verður að finna sniðug verkefni, hugmyndir, smáforrit og fleira í öllum námsgreinum.
Hér er hægt að fá hugmyndir og skapandi verkefni í mörgum fögum.

Til að halda virkni í námi er sniðugt að:

Vakna snemma

Borða hollan og góðan morgunmat.

Slaka á

Hvað hjálpar okkur að takast á við nýjan dag? Hugleiðsla? Lesa bók? Skoða fréttir eða hlusta á eitt þrusu gott lag á spotify?

Skipuleggja daginn.

Hvað ætlum við að gera í dag?

Suma daga er meira að gera en aðra.

Hvernig er best að gera það?

Það getur verið gott að setjast niður og skrifa á blað markmið dagsins, einnig eru til góð öpp til þess að búa til ToDo lista eins og Microsoft To Do.

Svo er oft gott að setja markmiðin á post-it miða og hafa uppá vegg. Það er mikið vald í því að færa miða frá ToDo yfir í Doing og loks DONE.

Gott er að hreyfa sig.

Það er nauðsynlegt að standa upp frá námsefninu og hreyfa sig. Fara í göngutúr, taka nokkrar armbeygjur, leika sér með bolta eða moka snjóhús til dæmis.

Við þurfum að muna að leika okkur.

Spila spil, horfa á skemmtilega mynd, hringja í vin eða taka leik við vinina online. Það er mikilvægt að muna að hafa gaman.

Sofum vel og tölum um tilfinningar.

Það er mjög mikilvægt að sofa vel til að halda einbeitingu og þroskast. Það er einnig mikilvægt að tala um hvernig okkur líður og spjalla við vini og fjölskyldu okkar.