Hafa samband

Prjónum saman

Vefsíðan prjonumsaman.com ásamt greinargerð er lokaverkefni Rakelar Tönju Bjarnadóttur til B.Ed. gráðu í Faggreinakennslu í grunnskóla við menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2014. Inni á vefsíðunni má finna kennslumyndbönd í flestum grunnaðferðum við að prjóna ásamt ýmsum hagnýtum fróðleik. Hugsunin er að vefsíðuna sé hægt að nota í flippaða/speglaða kennslu, sjálfsnám, sem og sýnikennslu fyrir bæði einstaklinga og hópa, innan kennslustofu sem utan. Myndbönd sem þessi eru kjörin til þess að ýta undir einstaklingsmiðað nám, en hver og einn ætti að finna efni við sitt hæfi. Vefurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu, svo foreldrar eða aðrir aðstandendur sem vilja aðstoða börnin sín eða rifja upp gamla kunnáttu heima við hafa fullann aðgang að því efni sem börnin þeirra eru að læra.

Smelltu hér og byrjaðu að prjóna.