FreeCodeCamp
FreeCodeCamp.org er vefsíða sem býður upp á fría kennslu í vefsíðugerð (HTML, CSS og JavaScript) og annari forritun eins og t.d. Python sem er mikið notuð í allskonar hugbúnað eins og fjarstýrð vélmenni svo dæmi sé tekið.
Síðan 2014 hafa yfir 40.000 einstaklingar sem hafa klárað námskeið og fengið vottorð frá FreeCodeCamp fengið vinnu hjá tækni og hugbúnaðarfyrirtækjum eins og Apple, Google, Amazon, Microsoft og Spotify.
Það eina sem þarf að gera er að skrá sig inn með tölvupóstfangi og velja sér námsgrein og þá hefur þú tekið fyrsta skrefið inn í framtíðina.
UT kennari Borgarhólsskóla Arnór Ragnarsson mælir með að byrja á grunninum í HTML (efnið á vefsíðunni) færa sig svo yfir í CSS (útlit vefsíðunnar) og enda á JavaScript (virkni vefsíðunnar) áður en farið er í flóknari hluti eins og React, Angular, Python og SQL svo dæmi séu tekin.