GAGNVIRK VERKEFNI Í ÍSLENSKU
Fjölbreytt verkefnasöfn sem þjálfa ýmis atriði í málnotkun, orðaforða, stafsetningu og málfræði. Nemendur vinna verkefnin sjálfstætt og fá svörun um árangur í flestum tilfellum. Verkefnin hafa verið valin m.t.t. námsþátta á hverju aldurstigi.
Smelltu hér til að skoða nánar.
Verkefnin voru upphaflega unnin með styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla árið 2012. Verkefnin voru endurskoðuð og bætt með styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar 2017 og komið aftur út á vefinn í þessu formi sem hér sést. Vonandi geta sem flestir nýtt sér þau.
Verkefnin eru hönnuð fyrir nemendur í yngri deildum grunnskóla, 1.-7. bekk. Þau gagnast einnig eldri nemendum sem þurfa stuðning í námi, nýbúum, íslenskum börnum sem búa erlendis og öðrum sem hafa áhuga á íslensku. Mögulegt er að vinna verkefnin með heilum hópi t.d. í tölvutíma eða sem einstaklingsverkefni eða jafnvel heimaverkefni.
Forritið sem verkefnin eru skrifuð í er ekki hannað með notkun í spjaldtölvu í huga en þau virka þó í “Puffin” vafranum sem er mjög ánægjulegt.
Höfundur verkefnanna er Anna Magnea Harðardóttir grunnskólakennari við Hofsstaðaskóla í Garðabæ.