Virkni Bingó
Virkni bingó frá KommaStrik er skemmtileg leið fyrir börn að finna sér eitthvað að gera.
Fara út að leika, baka eða elda eitthvað gott, hlaupa á staðnum eða gera armbeygjur, lesa bók og svo margt fleira sem börnin geta gert og hakað í til að reyna að fá bingó. Stærsti vinningurinn er alltaf að klára allt spjaldið.
Með virkni bingóinu fylgir einnig tómt bingóspjald og er tilvalið að prenta það út og bjóða barninu að búa til sitt eigið bingó.
Smelltu hér til að skoða prentanlega útgáfu af virkni bingóinu.