Samrómur.is
Raddir barna og unglinga eru ekki eins og fullorðinna. Til að tækin sem við tölum við skilji börn og unglinga þurfum við að fá raddsýni sem flestra inn í gagnagrunninn samrómur.is. Gögnin eru notuð til að búa til máltæknilausnir fyrir íslensku.
Í lestrarkeppni grunnskólanna er keppt um setningafjölda sem nemendur lesa inn á samrómur.is. Staða keppninnar er birt jafnóðum á stigatöflunni.
Til þess að taka þátt þá smellir þú hér, biður um leyfi foreldris/forsjáraðila, velur þinn skóla og lest svo inn.
Til að tryggja að tækin skilji alla, konur, börn og karla á öllum aldri, er brýnt að raddir allra Íslendinga verði til í gagnasafni Samróms.