Hafa samband

Sagan Lakkrís eftir Gunnar Helgason

IBBY á Íslandi fagnaði degi barnabókarinnar með því að færa grunnskólabörnum landsins nýja smásögu eftir Gunnar Helgason að gjöf.

Sagan heitir „Lakkrís — eða glæpur og refsing“  og er skrifuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. Sagan er sjálfsævisöguleg og byggir á neyðarlegu atviki sem Gunnar sjálfur lenti í. Hann segir það hafa verið snúið verkefni að finna söguefni sem myndi henta fyrir svo breiðan aldurshóp. „Ég var svolítið lengi að skrifa þessa sögu … það tók alveg tvo og hálfan mánuð, þó hún sé ekki lengri en þetta.“ 

Smelltu hér til að hlusta á Gunna lesa söguna.